Spice – verkefnið hlýtur viðurkenningu

Á uppskeruhátíð evrópskra samstarfsáætlana, sem haldin var föstudaginn 22. nóvember í Listasafni Reykjavíkur, vildi svo skemmtilega til að verkefnið okkar fékk viðurkenningu og var útnefnt sem eitt af fyrirmyndarverkefnum evrópsku samstarfsáætlana.
IMG_1424Vidurkenning

 
 

 

 

Frá uppskeruhátíðinni. Bás verkefnisins og með verðlaunagripinn í höndunum.

Kíktu á bókasafnið á 9 tungumálum

Eitt af framlögum Borgarbókasafns til Spice verkefnisins var að búa til kynningarmynd um Borgarbókasafnið. Byrjað var á að búa til myndband á fimm tungumálum, ensku, spænsku, pólsku, litháisku og íslensku. Nýlega bættust við fjögur tungumál við, danska, franska, rússneska og tælenksa. Myndbandið er því á níu tungumálum. Kíkið á þau hér: http://www.borgarbokasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-4654/8056_read-29306/

Mat á færni nemenda í stærðfræði og lestri á nokkrum tungumálum

Matstæki móðurmáls var þróað í Katalóníu og hefur nú verið að hluta til þýtt og staðfært til íslenskra nota. Markmiðið með efninu er að hjálpa kennurum að átta sig á stöðu nemenda með annað móðurmál en íslensku í lestri á eigin móðurmáli, skilningi á latnesku stafrófi og í stærðfræði. Matstækið má skoða hér.

Nýjar diskamottur

Nú eru komnar nýjar og flottar diskamottur á síðu Þjónustumiðstöðvar Miðbæjar og Hlíða hér til hliðar (athugið að nauðsynlegt er að skrolla aðeins niður).

Hægt er að prenta út eða ljósrita diskamotturnar og nota með nemendum, kennurum og öðrum sem hafa gagn og gaman af. Sumir stækka motturnar upp í A3 stærð, plasta og hengja á veggi skólans. Aðrir prenta þær út og dreifa til allra nemenda og sumir láta túlka fá túlkamottuna svo þeir geti rifjað upp góð vinnubrögð túlka.  Enn aðrir ljósrita motturnar og lauma þeim inn á kaffistofu kennara. Kennarar verða þannig á augabragði sérfræðingar í hvernig nota megi þjónustu túlka, kenna tungumál og einnig læra þau. Í leiðinni geta þeir svo jafnvel spilað Myllu og æft sig í íslenskri landafræði.  Motturnar eru hluti af stærri kennslupakka sem finna má hér til hægri á vefnum undir Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, kennsluleiðbeiningar.

Diskamotta

Nýjar myndir frá Spáni 2011 / Fotos nuevas!

Nú getið þið skoðað myndir úr heimsókn til Spánar í april 2011. Aquí se puede mirar fotos de la visita a Asturias en abril 2011!

IT IS NOT THE END, BUT THE BEGINNING

Regio SPICE has just ended, but we hope its essence will continue for ever. Through the partnership we have shared many great moments, we have created good friendship, we have had the opportunity to visit your beautiful country and we have also produced useful resources. We even have had a volcano witnessing everything from the distance and controlling our mobilities!!!

It has been a wonderful project and most of what we have achieved together will last in our regions, our schools and in our hearts for ever. THANK YOU

YOUR SPANISH SPICE PARTNERS

We have updated the ESPAÑA SPICE RESULTS page with our last products, we hope they are useful.

Smiðja í millimenningarfærni / Workshop on Intercultural Education

Smiðja í millimenningarfærni
Þann 12. og 13. apríl sl., var haldin smiðja í millimenningarfærni á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Þátttakendur voru sjö spænskir samstarfsaðilar okkar í Comenius Regio SpIce verkefninu frá Asturias á Spáni. Sjö spænskumælandi einstaklingum sem búa á Íslandi var einnig boðin þátttaka. Hulda Karen Daníelsdóttir sá um kennsluna. Sjá meira um smiðjuna

Workshop on Intercultural Education
A Workshop on Intercultural Education was held at Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða on April 12 and 13. Our colleagues in the Comenius Regio SpIce project from Asturias, Spain, participated in the workshop, along with seven Spanish speaking individuals who reside in Iceland. Hulda Karen Daníelsdóttir facilitated the workshop. More about the workshop

This slideshow requires JavaScript.

We proudly present……

Reykjavik City Library proudly presents the Comenius Regio SPICE video introduction to the library in 5 languages! More languages to come…..

Visit from Asturias

It has been a pleasure to meet our friends from Asturias again here in Reykjavik during the last week. We hope that everybody enjoyed the stay in spite of rainy and windy days. Below you can see some photos from The Golden Circle as well as from a visit to Reykjavik City Library.

This slideshow requires JavaScript.

Nýtt efni um menningarmótið sem var haldið í Tækniskólanum/Intercultural gathering in Tækniskólinn

Sjá frétt, myndir og myndbönd hér/photos and videos here