Kennsluleiðbeiningar / Instructions
Kennsluleiðbeiningar og fylgiskjöl vegna fræðslu um fordóma, kennslu í millilmenningarfærni og þjálfun nemenda í að kenna samnemendum sínum íslensku sem annað tungumál.
Fordómapróf og fordómakeðja í a5
Diskamottur
Prentið út eða ljósritið endilega diskamotturnar og notið með nemendum, kennurum og öðrum sem hafa gagn og gaman af. Sumir stækka motturnar upp í A3 stærð, plasta og hengja á veggi skólans. Aðrir prenta þær út og dreifa til allra nemenda og sumir láta túlka fá túlkamottuna svo þeir geti rifjað upp góð vinnubrögð túlka. Enn aðrir ljósrita motturnar og lauma þeim inn á kaffistofu kennara. Kennarar verða þannig á augabragði sérfræðingar í hvernig nota megi þjónustu túlka, kenna tungumál og einnig læra þau. Í leiðinni geta þeir svo jafnvel spilað Myllu og æft sig í íslenskri landafræði.
Motturnar eru hluti af stærri kennslupakka sem finna má hér til hægri á vefnum undir Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, kennsluleiðbeiningar.
Hér er hægt að prenta diskamotturnar út:
Við kunnum að kenna íslensku
We knwo how to teach our language
Ég kann leiðir til að læra að tala íslensku
I know strategies that help me to learn to speak your language
Leiðarljós um túlkaþjónustu
Guidelines for work as an interpreter
Pingback: Nýjar diskamottur «